Innlent

Kvótinn ekki eina ástæða fólksfækkunar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði.
Halldór Halldórsson, fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði.
Það er mikil einföldun að halda því fram að kvótakerfið sé eina ástæða fólksfækkunar á landsbyggðinni. Þetta segir Halldór Halldórsson, formaður Sambands Íslenskra sveitarfélaga og fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði.

Íbúum á Vestfjörðum hefur fækkað um 13% á síðustu 10 árum. En víðar á landsbyggðinni hefur fólksfækkun orðið að undanförnu. Sigurjón M. Egilsson ræddi byggðarmál við Halldór á Sprengisandi á Bylgunni í morgun.

„Segðu Vestmannaeyingum það að kvótakerfið sé ástæða fækkunar," sagði Halldór. Þar hefði fækkað svipað og á Vestfjörðum.

„Og það jókst kvótinn í Eyjum - að minnsta kosti dróst hann ekki saman," segir Halldór. Hins vegar myndi það vissulega hafa áhrif ef eitthvað byggðarlag missti allan kvóta frá sér. Aftur á móti sé pláss fyrir miklu fleiri í fiskvinnslu í mörgum byggðarlögum.

Halldór segir að atvinnumál skipti vissulega máli, en samgöngumál þurfi líka að vera í lagi. Þá skipti máli að samfélagsgerðin sé góð. Tómstundir og íþróttastarf fyrir börn þurfi til dæmis að vera í lagi í hverju byggðarlagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×