Innlent

Ekki hvatt til bólusetningar

Hugrún Halldórsdóttir skrifar
Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnarsviði. Mynd/ Stefán.
Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á sóttvarnarsviði. Mynd/ Stefán.
Þórólfur Guðnason, yfirlæknir á Sóttvarnasviði, segir Sóttvarnarlækni ekki hafa hvatt landsmenn sérstaklega til að láta bólusetja sig fyrir svínaflensu að undanförnu. Veikin hafi ekki náð sér á strik hér á landi þar sem stór hluti þjóðarinnar fór í bólusetningu á sínum tíma.

Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í gær að tilfellum af Drómasýki í börnum hafi farið fjölgandi í Finnlandi og að sterk tengsl væru við bólusetninguna. Fimm ungmenni greindust með drómasýki hér á landi í fyrra sem er óvenjumikið. Tengslin eru þó ekki alveg jafn skýr og hjá Finnunum, en þrennt var bólusett gegn flensunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×