Innlent

Vill stykkilsber frekar en sprautunálar

JMG skrifar
Öskjuhlíðardagurinn var haldinn hátíðlegur í fyrsta skipti í dag. Kynnt var samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar, Háskólans í Reykjavík og Skógræktarfélags Íslands um útivistarperluna Öskjuhlíð. Markmið verkefnisins er að gera Öskjuhlíðina að lifandi og skemmtilegu útivistarsvæði í Reykjavík.

„Það er von mín að gestir Öskjuhlíðarinnar munu héðan í frá sjá meira af glaðværum skógarhöggsmönnum, nemendum á öllum aldri og finna kannski stykkilsber og rifsber frekar en sprautunálar," segir Jón Gnarr.

Fyrr í vikunni stakk fimm ára drengur sig á sprautunál sem hann fann í Öskjuhlíðinni. Borgarstjóri segir þetta hræðilegan atburð og lausnina fólgna í því að varpa ljósi á Öskjuhlíðina. „.....gera hana að lifandi og björtu útivistarsvæði fyrir fólk en ekki skuggasvæði."

Hann segir hreinsun Öskjuhlíðarinnar vera samstarfsverkefni allra borgarbúa. „Það mætti hver sem er koma í Öskjuhlíðina og hjálpa til við að byggja hana upp og gera hana skemmtilegri og fallegri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×