Innlent

Ætla að afgreiða kvótamálið í ríkisstjórn í dag

HKS skrifar
Til stendur að afgreiða frumvörp um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu út úr rikisstjórn í dag. Ráðherrar komu saman til reglulegs fundar í stjórnarráðshúsinu í morgun og stendur sá fundur enn.

Tekist hefur verið á um það innan stjórnarflokkanna hversu langt á að ganga í breytingunum, en Samfylkingin hafði á stefnuskrá sinni fyrir kosningar að fara svo kallaða fyrningarleið. Hún felur í sér að aflaheimildir yrðu kallaðar inn á um 20 ára tímabili og endurúthlutað með uppboði á opnum markaði.

Í þeim frumvarpsdrögum sem ríkisstjórnin ræðir nú verður farin blönduð leið með samningum við útgerðir um nýtingu aflaheimilda og hluti aflaheimilda verður úthlutað eftir öðrum leiðum og tekið verður upp veiðigjald.

Eftir að málið verður afgreitt úr ríkisstjórn munu þingflokkar stjórnarflokkanna fjalla um málið á þingflokksfundum sem hefjast klukkan eitt. Hagsmunaaðilar í sjávarútvegi munu einnig fá frumvarpið til umfjöllunar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×