Innlent

Synda fyrir bætta geðheilsu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Hörður Oddfríðarson, Óskar Guðjónsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Jakob Jóhann Sveinsson. Mynd/ Sigurjón.
Hörður Oddfríðarson, Óskar Guðjónsson, Ragnheiður Ragnarsdóttir og Jakob Jóhann Sveinsson. Mynd/ Sigurjón.
Sala á K-lykli Kiwanishreyfingarinnar hófst í morgun með því að Jakob Jóhann Sveinsson og Ragnheiður Ragnarsdóttir, afreksmenn í sundi, stungu sér til sunds í Laugardalslauginni í Reykjavík ásamt þeim Herði Oddfríðarsyni, formanni Sundsambandsins, og Óskari Guðjónssyni frá Kiwanissamtökunum.

Söfnunin er í þágu fólks með geðsjúkdóma. Einnig er unnið að því markmiði að vekja athygli á því hversu góð íþrótt sund er fyrir geðheilsu og heilsu almennt. Í því skyni verða gestir sundstaða hvattir til þess að skrá niður hversu langt þeir synda eftir að þeir ljúka sundferðum í þessari viku. Skráningarblöð verða á hverjum sundstað fyrir sig.

Sala lykilsins stendur til 14. maí.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×