Innlent

Spyrjast fyrir um Orkuveiturannsókn

Oddvitar minnihlutaflokkanna í Reykjavík. Sóley Tómasdóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Mynd/GVA
Oddvitar minnihlutaflokkanna í Reykjavík. Sóley Tómasdóttir og Hanna Birna Kristjánsdóttir. Mynd/GVA
Minnihlutaflokkarnir í borgarstjórn Reykjavíkur segja hvergi sjáist þess merki að undurbúningur á rannsókn á starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur sé hafinn. Tveir mánuðir eru frá því að Jón Gnarr, borgarstjóri, greindi frá því að ráðist yrði í víðtæka rannsókn á því hvað fór úrskeiðis í rekstri Orkuveitunnar. Slík rannsókn var sögð nauðsynleg til að skapa frið um fyrirtækið, eyða tortryggni og auka traust. Jón lagði áherslu á að flýta þyrfti þessari vinnu.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna lögðu fram fyrirspurn um málið á fundi borgarráðs í gær og kröfuðust svara. „Borgarráð hefur engar upplýsingar fengið og hvergi sjást þess merki að undirbúningur úttektanna sé hafinn. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri Grænna spyrja því: Hvað líður þessari vinnu?“

Í samtali við fréttastofu á mánudaginn sagði Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, vinnu við að skipa starfshópinn hafa tekið lengri tíma en ætlað var. Eðlilegt væri að undirbúningur við mál af þessari stærðargráðu tæki tíma enda þyrfti að vanda hvert skref.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×