Sport

Li í úrslitin í París

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Li Na fagnar sigrinum í morgun.
Li Na fagnar sigrinum í morgun. Nordic Photos / AFP
Li Na frá Kína komst í dag í úrslit einliðaleiks kvenna á opna franska meistaramótinu í París eftir sigur á Mariu Sharapovu í undanúrslitum.

Sigur Na var nokkuð öruggur en hún vann í tveimur settum, 6-4 og 7-5. Hún mætir annað hvort Francesco Schiavone eða Marion Bartoli í úrslitaviðureigninni.

Undanúrslitin í karlaflokki fara fram á morgun en þar mætast einmitt fjórir efstu menn á styrkleikalista Alþjóða tennissambandsins.

Sá efsti og ríkjandi meistari, Rafael Nadal, mætir Skotanum Andy Murray en í hinni viðureigninni eigast við þeir Roger Federer og Novak Djokovic. Sá síðastnefndi hefur enn ekki tapað viðureign á árinu.

Uppfært 15.55: Schiavone, sem á titil að verja, vann Bartoli í tveimur settum, 6-3 og 6-3, og mætir því Li Na í úrslitaviðureigninni á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×