Innlent

Ellefu fengu orðu á Bessastöðum

Frá athöfninni á Bessastöðum í dag.
Frá athöfninni á Bessastöðum í dag.
Við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 16. júní 2011, sæmdi forseti Íslands ellefu Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu.

Venjan er að orðuveitingin fari fram á 17. júní en í tilefni af því að 200 ár eru liðin frá fæðingu Jóns Sigurðssonar verður forsetinn staddur á Hrafnseyri, fæðingarstað Jóns, á morgun.





Þessir fengu heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu:

Dr. Andrés Arnalds fagmálastjóri Landgræðslu ríkisins, Mosfellsbæ, riddarakross fyrir störf á vettvangi landgræðslu og jarðvegsverndar

Hafdís Árnadóttir kennari og stofnandi Kramhússins, Reykjavík, riddarakross fyrir frumkvæði á sviði heilsueflingar og líkamsræktar

Hólmfríður Gísladóttir kennari, Reykjavík, riddarakross fyrir brautryðjandastörf í þágu flóttafólks og aðfluttra íbúa

Júlía Guðný Hreinsdóttir fagstjóri á Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, Reykjavík, riddarakross fyrir störf í þágu íslensks táknmáls og réttindabaráttu

Kári Jónasson fyrrverandi fréttastjóri, Reykjavík, riddarakross fyrir störf á vettvangi fjölmiðla

Lovísa Christiansen framkvæmdastjóri Krýsuvíkursamtakanna, Hafnarfirði, riddarakross fyrir störf í þágu áfengis- og vímuefnaneytenda

Sjöfn Ingólfsdóttir fyrrverandi formaður Starfsmannafélags Reykjavíkur, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til félagsmála og réttindabaráttu launafólks

Skúli Alexandersson fyrrverandi alþingismaður og oddviti, Hellissandi, riddarakross fyrir störf í þágu atvinnulífs, menningar og sögu heimabyggðar

Sverrir Bergmann Bergsson taugalæknir, Garðabæ, riddarakross fyrir störf í þágu MS-sjúklinga og á vettvangi heilbrigðismála og læknavísinda

Þorsteinn Vilhjálmsson prófessor, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til vísinda, kennslu og miðlunar fræðilegrar þekkingar til almennings

Þóra Einarsdóttir söngkona, Reykjavík, riddarakross fyrir framlag til íslenskrar tónlistar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×