Sport

Boris Becker rífst við móður Andy Murray

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Becker vann Wimbledon mótið þrisvar sinnum á sínum tíma
Becker vann Wimbledon mótið þrisvar sinnum á sínum tíma Mynd/Nordic Photos/Getty
Þjóðverjinn Boris Becker lét hafa eftir sér fyrr á árinu að Skotinn Andy Murray ætti að rjúfa samband sitt við móður sína meðan á keppnisferðalagi hans stæði. Óhætt að segja að ummælin hafi vakið litla hrifningu hjá mömmunni Judy Murray.

Becker hefur reynt að draga úr ummælum sínum en finnst engu að síður að frú Murray ætti að verja minni tíma með syni sínum á keppnisferðalaginu.

„Ég velti bara fyrir mér hvort ungur maður í þessu starfi þurfi að hafa móður sína hjá sér öllum stundum. Hugsanlega hef ég rangt fyrir mér en ég sé ekki mömmu Nadals, Federer eða Djokovic,“ segir Becker.

Á Guardian kemur fram að Becker finnist að Murray verði að gera það sem er best fyrir sjálfan sig.

„Mömmur hinna horfa á úrslitaleikina, jafnvel undanúrslitin en þær reyna ekki að hafa áhrif á spilamennsku sona sinna. En þetta snýst auðvitað ekkert um hvað mér finnst. Það mikilvæga er að þetta fyrirkomulag virki fyrir Andy,“ sagði Becker.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×