Sport

Nadal hóf titilvörnina á Wimbledon með sigri

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Rafael Nadal frá Spáni hóf titilvörnina í gær á Wimbledon stórmótinu í tennis með því að leggja Bandaríkjamanninn Michael Russell í þremur settum í fyrstu umferð.
Rafael Nadal frá Spáni hóf titilvörnina í gær á Wimbledon stórmótinu í tennis með því að leggja Bandaríkjamanninn Michael Russell í þremur settum í fyrstu umferð. AFP
Rafael Nadal frá Spáni hóf titilvörnina í gær á Wimbledon stórmótinu í tennis með því að leggja Bandaríkjamanninn Michael Russell í þremur settum í fyrstu umferð. Hinn 25 ára gamli Nadal var nokkuð lengi í gang en hann sigraði 6-4, 6-2 og 6-2. Nadal er efstur á heimslistanum og líklegur til afreka á mótinu.

Nadal var ánægður með vallaraðstæður á grasinu á Wimbledon en hann kann best við sig á leirvöllum sem notaðir eru á opna franska stórmótinu. Á hinum tveimur stórmótunum, opna ástralska og opna bandaríska er leikið á gerviefni.

"Völlurinn var frábær. Ég hef oft leikið betur í upphafi leiks en smátt og smátt fann ég að sjálfstraustið var til staðar og ég hitti boltann vel," sagði Nadal sem hefur tvívegis sigraði á þessu stórmóti. Hann mætir Ryan Sweeting frá Bandaríkjunum í næstu umferð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×