Innlent

Blaðamaður DV dæmdur fyrir meiðyrði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
VÍSIR/STEFÁN
Jón Bjarki Magnússon, blaðamaður á DV, hefur verið dæmdur til að greiða Kim Gram Laurse 500 þúsund krónur í bætur vegna ummæla í grein sem hann skrifaði um forræðisdeilu sem sá síðarnefndi stóð í. Hann er einnig dæmdur til að greiða honum 750 þúsund krónur í málskostnað.

Laurse stóð í forræðisdeilu við íslenska konu og fjallaði DV um málið bæði í blaðinu og á vef sínum. Laurse taldi að nálgun DV væri ekki sú sem hefði verið eðlileg, að konan hefði numið börnin á brott frá Danmörku brotið lög og alþjóðasamninga, heldur að Laurse væri ofbeldismaður sem hefði í gegnum tíðina beitt börnin sín líkamlegu og andlegu ofbeldi.

Laurse krafðist þess því að blaðið myndi biðjast afsökunar, leiðrétta umfjöllunina og greiða stefnanda miskabætur. Ekki var orðið við kröfum stefnanda.

Laurse krafðist einnar milljónar í bætur, en sem fyrr segir dæmdi Héraðsdómur Reykjavíkur blaðamanninn til að greiða hálfa milljón auk málskostnaðar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×