Innlent

Veiktist og fékk far með TF-LÍF

TF-LÍF var í öðrum verkefnum í Skaftafellsþjóðgarði, en var beðin að koma við í Freysnesi þar sem kona hafði veikst og fékk hún far með þyrlunni til Reykjavíkur.
TF-LÍF var í öðrum verkefnum í Skaftafellsþjóðgarði, en var beðin að koma við í Freysnesi þar sem kona hafði veikst og fékk hún far með þyrlunni til Reykjavíkur. Mynd/Friðrik
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti konu til Reykjavíkur frá Skaftafelli á fimmta tímanum í dag, en samkvæmt talsmanni gæslunnar var ekki um eiginlegt útkall að ræða.

TF-LÍF var að sinna öðru verkefni á Kristínartindum í Skaftafelli í dag en þar sem hún var á svæðinu var þyrlan beðin að flytja konuna í bæinn. "Það var metið svo að flótlegast væri að flytja hana með þyrlu og það var góðfúslega gert." sagði talsmaður Landhelgisgæslunnar.

Samkvæmt sjónarvottum sem voru í Freysnesi þar sem þyrlan lenti hafði hún komið til þess að ná í konu sem veiktist á gistiheimilinu Bölti í Skaftafellsþjóðgarði. Ekki er vitað nánar um líðan konunnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×