Innlent

Kringluskjárinn fluttur á Gaddstaðaflatir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá undirbúningi hátíðarinnar við Gaddstaðaflatir.
Frá undirbúningi hátíðarinnar við Gaddstaðaflatir.
Þrír 40 feta gámar, fullir af ljósabúnaði og öðrum tækjum, voru fluttir á Gaddstaðaflatir nú í vikunni. Þá hefur risaskjár sem hékk framan á Kringlunni líka verið fluttur þangað til að gera umgjörð Bestu hátíðarinnar, sem fram fer um helgina, sem glæsilegasta. Verið er að leggja lokahönd á undirbúninginn. Svæðið verður opnað á morgun og dagskráin klukkan níu um kvöldið. Haraldur Ási Lárusson, einn aðstandenda hátíðarinnar, segist vera ánægður með það hvernig undirbúningurinn hefur gengið.

„Við vorum allan gærdag að. Það komu þrír 40 feta gámar fullir af tækjum í gær og sviðið," segir Haraldur Ási. Hann segir að búið sé að reisa veitingatjöldin, sviðið og ljósin séu komin upp a mestu og RARIK sé að klára að tengja rafmagn.

Haraldur Ási segir að búið sé að selja átta þúsund miða. „Við erum með leyfi fyrir 10 þúsund gestum," segir Haraldur. Þetta er ekki i fyrsta sinn sem Haraldur Ási stendur að útihátíð því að í fyrra fór fram sambærileg hátíð í Galtalæk. Þá voru fluttir þangað tveir fullir gámar með tækjum en nú hefur einum gám verið bætt við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×