Innlent

Búist við þúsund bátum á sjó

Um það bil 700 skip og bátar voru komin á sjó við landið klukkan sex í morgun, þar með talinn nær allur strandveiðiflotinn. Á vaktstöð siglinga og stjórnstöð Gæslunnar muna menn ekki eftir þvílíkum fjölda á þessum tíma sólarhrings, en fjöldinn fór yfir 900 þegar mest var um miðjan dag í gær og í fyrradag.

Miðað við fjöldann í morgun er allt eins búist við að að þúsund báta múrinn verði rofinn í dag, enda verður gott um allan sjó. Tveir strandveiðibátar lentu í hörðum árekstri út af Ólafsvík í gær og laskaðist annar þeirra nokkuð, en engan sakaði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×