Innlent

Snarræði vegfarenda kom í veg fyrir bruna

Snarræði vegfarenda varð til þess að ekki varð mikið bál, þegar eldur kviknaði í stórum haug af trjágreinum við Höfðabakka, sem grisjaðar höfðu verið úr trjám í Elliðaárdal.

Vegfarendur kölluðu á slökklið, en réðust strax að haugnum og drógu stærstu greinarnar frá, áður en eldur læsti sig í þær og breiddist út. Skömmu síðar var slökkviliðið kallað að logandi vörubrettastæðu við Bónus í Árbænum.

Engar skemmdir urðu á húsnæði verslunarinnar. Sami maður er grunaður um að hafa kveikt í á báðum stöðum og verður hann yfirheyrður nánar í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×