Innlent

Alvarlegur skortur á heimilislæknum í Hafnarfirði

Hafnarfjörður.
Hafnarfjörður.
Skortur á heimilislæknum er viðvarandi vandamál í Hafnarfirði á sumrin, en íbúar bæjarins sem þurfa að sækja til heimilislæknis þurfa oft að bíða lengi þar sem allt niður í þriðjungur lækna á heilsugæslustöð eru við störf.

Það er Fjarðarpósturinn sem greinir frá málinu en þar er rætt við Guðrúnu Gunnarsdóttur, yfirlækni í Firði og Emil L. Sigurðsson, yfirlækni á Sólvangi sem segjast svartsýn á framhaldið í ljósi þess að meðalaldur heimillækna fari hækkandi og lítið sé um endurnýjun.

Lítil sem engin endurnýjun er á heimilislæknum í Hafnarfirði. Guðrún segir starfsfólk hlaupa um á tvöföldum hraða til þess að anna eftirspurn. Þá eru hjúkrunafræðingar farnir að taka á móti fyrirspurnum til þess að beina þeim annað, sé þess þörf.

Alls eru tíu læknar á Sólvangi og sex í Firði.

Hægt er að lesa netútgáfu Fjarðapóstsins hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×