Innlent

Hekla virðist vera að bæra á sér

Ríkislögreglustjóri hefur gert Almannavarnanefndum á Suðurlandi viðvart um óvenjulegar hreyfingar í Heklu, sem gætu bent til kvikusöfnunar í fjallinu. Ekki er þó beinlínis varað við eldgosi, en mælingar sýna að fjallið hefur verið að bólgna síðan þar gaus síðast, fyrir ellefu árum.

Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir í samtali við fréttastofuna AFP að Hekla hafi hagað sér undarlega síðustu daga. Hann segir þó ekki víst að þetta þýði að fjallið sé að fara að gjósa á næstunni. Þó sé ljóst að að fjallið sé tilbúið að gjósa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×