Innlent

Nýjasti íbúi Húsdýragarðsins

Gjafar er gjöf frá kúabúinu Bakka á Kjalarnesi.
Gjafar er gjöf frá kúabúinu Bakka á Kjalarnesi.
Kálfurinn Gjafar er nýjasti íbúi Húsdýragarðsins, en hann er í hópi þess ungviðis sem nú hefur lagt garðinn undir sig. Þó hann sé fjörugur er talið ólíklegt að hans bíði starf sem þarfanaut garðsins.

Það var kúabúið Bakki á Kjalarnesi sem gaf garðinum Gjafar, en þaðan er nafngiftin komin. Hann bættist þannig í hóp ungviðisins í garðinum, en lítil folöld, kiðlingar, kópar og fleiri afkvæmi eru áberandi yfir sumartímann. Lilja Björk Vilhelmsdóttir, fræðslufreyja garðsins, segir Gjafar una sér vel á nýja heimilinu.

Ekkert þarfanaut hefur þrifist í garðinum síðan hinn blíði Guttormur kvaddi árið 2005, en þó kálfarnir séu fjörugir telur Lilja ólíklegt að þeir eigi starfið víst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×