Innlent

Afhjúpar varnarnet stjórnmála- og bankamanna

Þröstur Olaf Sigurjónsson, lektor við Háskólann í Reykjavík, beitti nýstárlegri aðferð til að afhjúpa varnarnet stjórnmála- og bankamanna vegna gagnrýni á bankakerfið í aðdraganda hrunsins. Hann segir að sama tækni geti nýst til að afhjúpa einhliða umræðu nú.

Þröstur birti í júní rannsókn þar sem hann greindi viðbrögð við því þegar fjármálastöðugleikinn á Íslandi var gagnrýndur fyrir hrun. Hann tók fyrir fjölmiðlaumfjöllun eftir að Danske bank birtir gagnrýna skýrslu sína um bankakerfið haustið 2006 og athugað hverjir tjáðu sig um skýrsluna og hvaða rökum þeir beittu með aðstoð félagstengslagreiningar.

Hann segir að í ljós hafi komið afar þéttriðið varnarnet stjórnmálamanna, greinenda innan bankanna og fleiri sem hóf samhljóma málflutning til höfuðs gagnrýninni, og önnur sjónarmið hafi átt undir högg að sækja. Hægt sé að læra af þessu, til dæmis til að afhjúpa varnarnet af þessu tagi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×