Innlent

Börn segja frá kynferðisbrotum

Þónokkrum málum hefur verið vísað til barnaverndarnefnda eftir að sex ára börn komu fram og sögðu frá kynferðislegri misnotkun í kjölfar fræðslu skólahjúkrunarfræðinga. Þrjú mál komu upp hjá einum skólahjúkrunarfræðingi sem hitti fimmtíu börn.

Umræðan um kynferðisofbeldi gegn börnum hefur verið nokkur á síðstu árum. Í byrjun árs hófu skólahjúkrunarfræðingar að fara í sex ára bekki með fræðslu þar sem áherslan er forvarnir gegn kynferðisofbeldi. Tilgangurin er að fá börn til að þora að segja frá ljótum leyndarmálum.

Ekki er þó talað um kynferðislega misnotkun í tímunum heldur hvað sé eðlilegt og hvað ekki og mikil áhersla er lögð á að börnin segji frá.

Í vetur komu upp nokkur mál þar sem börn sögðu foreldrum sínum, kennurum eða hjúkrunarfræðingum frá kynferðislegri misnotkun eftir slíka fræðslu í skólanum. Öllum málum sem koma upp er vísað til barnaverndaryfirvalda. Hjá einum hjúkrunarfræðingi sem hitti fimmtíu börn komu upp þrjú mál þar sem börn þorðu að segja frá.

Frá og með næsta vetri eiga öll sex ára börn að fá þessa fræðslu en Margrét segir engu að síður mikilvægt að foreldrar fylgist vel með börnum sínum og ræði þessi mál við þau.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×