Innlent

Dæmd fyrir að stela frá fötluðum skjólstæðingum sínum

Akranes. Myndin er úr safni.
Akranes. Myndin er úr safni.
Kona á fertugsaldri var dæmd í 45 daga fangelsi í júní fyrir að draga sér fé af bankareikningum tveggja heimilismanna á sambýli Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Vesturlandi.

Konunni tók samtals tæpar 660 þúsund krónur út af reikningunum og blandað saman við sitt eigið fé og ráðstafað í eigin þágu og fjölskyldu sinnar. Ýmist tók hún út upphæðir í reiðufé eða lét millifæra fjármuni á eigin bankareikning með beiðnum símleiðis við gjaldkera. Hæsta millifærslan nam sextíu þúsund krónum en lægsta úttektin var tíu þúsund krónur.

Konan sem um ræðir misnotaði aðstöðu sína sem forstöðumaður Svæðisskrifstofunnar og umboðsmaður bankareikninganna tveggja í Landsbankanum á Akranesi með þessum hætti.

Innistæður reikninganna voru ætlaðar heimilismönnum sambýlisins og var konan ákærð fyrir umboðssvik og brot í opinberu starfi.

Tekið skal fram að konan greiddi allt til baka eftir að málið uppgötvaðist og var kært til lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×