Innlent

Sextugur karlmaður liggur þungt haldinn eftir árekstur í Víðidal

Slysið var alvarlegt. Tveir voru lagðir inn á gjörgæsludeild Landspítalans. Alls þurfti að flytja ellefu manns á spítala.
Slysið var alvarlegt. Tveir voru lagðir inn á gjörgæsludeild Landspítalans. Alls þurfti að flytja ellefu manns á spítala.
Liðlega sextugur íslenskur karlmaður, sem ók einum bílanna, sem lentu í þriggja bíla árekstri í Víðidal í gær, liggur þungt haldinn á gjörgæsludeild Landsspítalans. Manninum er haldið sofandi í öndunarvél.

Þá liggur einnig annar maður, sem slasaðist í árekstrinum, á gjörgæsludeildinni, en hann er á góðum batavegi.

Búið er að útskrifa aðra af sjúkarhúsinu, en þangað voru alls ellefu manns, átta Ítalir og þrír Íslendingar, fluttir eftir slysið.

Nokkrir dvöldu á sjúkrahúsinu fram eftir kvöldi og jafnvel fram á nótt. Lögreglan á Blönduósi fer með rannsókn málsins og á enn eftir að taka skýrslur af nokkrum farþegum auk mannanna tveggja á Gjörgæslunni.

Ekkert verður fullyrt um tildrög slyssins á þessu stigi málsins, nema hvað Ítalarnir voru á suðurleið á tveimur bílum, en bíll Íslendinganna, sem var á norðurleið, virðist hafa rekist á þá báða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×