Innlent

Slökkviliðsmenn sömdu við ISAVIA

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Einar Már Jóhannesson, Eggert Karvelsson, Valdimar Leó Friðriksson, Sverrir Björn Björnsson frá LSS og fyrir hönd Isavia voru þau Sigurður Ólafsson, Ragnar Árnason og Ómar Sveinsson.
Á meðfylgjandi mynd eru frá vinstri: Einar Már Jóhannesson, Eggert Karvelsson, Valdimar Leó Friðriksson, Sverrir Björn Björnsson frá LSS og fyrir hönd Isavia voru þau Sigurður Ólafsson, Ragnar Árnason og Ómar Sveinsson.
Landsamband slökkviliðs og sjúkraflutningamanna og Isavia, sem rekur flugvellina á Íslandi, undirrituðu í dag kjarasamning til þriggja ára. Um er að ræða sambærilegan samning og Isavia hefur gert við aðra starfsmenn fyrirtækisins. Auk eingreiðslna verður launahækkun fyrsta júní sem nemur 4,25 % eða 12 þúsund krónum að lágmarki. Kjarasamningurinn fer í kynningu og atkvæðagreiðslu í næstu viku.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×