Innlent

Fimm Íslendingar á Ólympíuleikana í eðlisfræði

Ólympíuliðið í eðlisfræði 2011. Frá vinstri: Sigtryggur Hauksson, Magnús Pálsson, Konráð Þór Þorsteinsson, Arnór Hákonarson, Atli Þór Sveinbjarnarson
Ólympíuliðið í eðlisfræði 2011. Frá vinstri: Sigtryggur Hauksson, Magnús Pálsson, Konráð Þór Þorsteinsson, Arnór Hákonarson, Atli Þór Sveinbjarnarson
Fimm íslenskir framhaldsskólanemar halda til Taílands í lok vikunnar þar sem þeir munu keppa á Ólympíuleikunum í eðlisfræði, sem nú verða haldnir í 42. sinn. Leikarnir eru alþjóðleg keppni framhaldsskólanema en í ár taka þátt lið frá 86 löndum.

Keppendurnir eru þeir Arnór Hákonarson, Atli Þór Sveinbjarnarson og Konráð Þór Þorsteinsson úr Menntaskólanum í Reykjavík og Magnús Pálsson og Sigtryggur Hauksson úr Menntaskólanum við Hamrahlíð. Atli lauk þriðja ári menntaskóla í vor en hinir hafa nýlokið stúdentsprófi. Tveir eðlisfræðingar, þeir Martin Swift og Viðar Ágústsson, eru fararstjórar liðsins.

Ísland hefur sent nemendur á Ólympíuleikana í eðlisfræði á hverju sumri í tuttugu og sjö ár, auk þess sem leikarnir voru haldnir hér á landi fyrir þrettán árum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×