Erlent

Óeirðir í Egyptalandi

Eldur braust út á Tahrir torginu í Kaíró í gær, þar sem hundruðir mótmælenda hafa undanfarið krafist hraðra réttarhalda yfir opinberum persónum úr fallinni stjórn Hosni Mubarak.
Eldur braust út á Tahrir torginu í Kaíró í gær, þar sem hundruðir mótmælenda hafa undanfarið krafist hraðra réttarhalda yfir opinberum persónum úr fallinni stjórn Hosni Mubarak. Mynd/AP
Hundruðir Egypta ráðast nú að réttarsal í Kaíró í óeirðum sem brotist hafa út í kjölfar þess að rétturinn lét tíu lögreglumenn lausa gegn tryggingu, en þeir eru sakaðir um að hafa drepið mótmælendur í uppreisninni sem átti sér stað í Egyptalandi fyrr á árinu. Frá þessu er greint á vef Washington Post.

Þá stöðvaðist umferð á þjóðveginum sem tengir Cairo við Suez þegar ættingar þeirra mótmælenda sem sagðir eru hafa fallið fyrir hendi lögreglumannanna lögðust þar á götuna og neituðu að fara.

Lögreglumennirnir voru ákærðir fyrir að hafa drepið 17 manns í Suez í uppreisninni sem stóð í 18 daga og lauk þann 11. febrúar, en rétturinn hefur nú látið þá lausa gegn tryggingu og frestað réttarhöldunum yfir þeim til 14. september næstkomandi.

Aðeins einn lögreglumaður hefur verið sakfelldur enn sem komið er, en yfir 846 manns létu lífið í aðgerðum yfirvalda gegn mótmælendum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×