Innlent

Reyndu að selja stolna gaskúta á bensínstöðvum

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Þrír gaskútaþjófar voru handteknir af lögreglunni á Selfossi í vikunni.  Til þeirra spurðist eftir  að þeir höfðu reynt að selja gaskúta hjá Olís á Selfossi.

Bensínstöðin neitaði að kaupa kútana.  Að því búnu lögðu þremenningarnir leið sína í N1 í Hveragerði.  Þar voru þeir handteknir. 

Við yfirheyrslur játuðu þeir að hafa stolið gaskútum.  Rannsókn leiddi í ljós að einn þeirra hafi stolið sex gaskútum af starfsvæði Samskipa á Selfossi, fjórum kútum frá Byko á Selfossi og fjórum kútum frá N1 á Hvolsvelli í lok maí síðastliðinn. 

Tveir mannanna hafa margoft komið við sögu lögreglu.  Þeir búa allir á höfuðborgarsvæðinu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×