Innlent

Herjólfur strandaði næstum með 300 manns um borð

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Herjólfur í Landeyjarhöfn. Mynd/ Óskar.
Herjólfur í Landeyjarhöfn. Mynd/ Óskar.
Talið er að snarræði skipstjóra Herjólfs hafi komið í veg fyrir að skipið strandaði í innsiglingunni við Landeyjarhöfn á sunnudag fyrir viku. Samkvæmt upplýsingum frá Rannsóknarnefnd sjóslysa fékk skipið sjó undir sig að aftan og snerist um 30 gráður í innsiglingunni. Skipstjóra tókst að snúa skipinu við áður en það kom inn í innsiglinguna. Rannsóknarnefnd sjóslysa er rétt að byrja að skoða málið og safnar nú göngum. Um 300 manns voru í Herjólfi þegar óhappið varð.

Fréttastofa RÚV hefur eftir Siglingastofnun að Herjólfur hafi allan tímann verið í öruggri fjarlægð frá varnargarðinum. Minnst hafi verið um 140 metrar milli skips og garðs. Ákveðnar aðstæður hafi hins vegar leitt til þess að erfitt hafi verið að stjórna skipinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×