Innlent

Verkfalli frestað hjá Klafa

Klafi sér meðal annars um uppskipun hjá álverinu á Grundartanga.
Klafi sér meðal annars um uppskipun hjá álverinu á Grundartanga.
Boðuðu verkfalli hjá starfsmönnum Klafa á Grundartanga, sem átti að hefjast á miðnætti í kvöld, var í morgun frestað um viku þar sem eigendaskipti urðu að félaginu um helgina.

Klafi sér um upp- og útskipum fyrir Norðurál og Járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga og var í eigu þeirra fyrirtækja þartil um helgina að Elkem, sem rekur járnblendiversmiðjunna keypti hlut Norðuráls í fyrirtækinu og á það nú allt. Starfsmenn klafa hafa að undanförnu gert kröfu til að fá sömu hækkun og Elkem, eða járnblendifélagið samdi um sína menn nýverið, en þeirri  kröfu hefur verið hafnað til þessa, hvað sem verður nú, eftir breytt eignarhald. Starfsmenn Klafa binda nú vonir við að nýi eigandinn muni ekki mismuna starfsmönnum Klafa og Járnblendisins.

Enn er ósamið við um launalið starfsmanna Noðruráls á Grundartanga, og gerir Verkalýðsféalg Akranes kröfu til þess að samið verði á svipuðum nótum og Fjarðaál á Reyðarfirði samndi um við sína menn, en Noðrurál hefur ekki viljað ljá máls á því.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×