Erlent

Reagan stytta afhjúpuð í London

Stytta af Ronald Reagan, fyrrum forseta Bandaríkjanna, var í morgun afhjúpuð í London. Styttan er rúmir þrír metrar á hæð og stendur hún fyrir utan bandaríska sendiráðið þar í borg. Í ár eru 100 ár liðin frá fæðingu Reagans en styttan er afhjúpuð á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, fjórða júlí. Fyrirmenni mættu til athafnarinnar, þar á meðal ráðherrarnir fyrrverandi William Hague og Condoleeza Rice.

Búist var við því að Margrét Thatcher fyrrverandi forsætisráðherra Breta myndi mæta á svæðið en heilsufar hennar kom í veg fyrir það. Broti úr Berlínarmúrnum verður komið fyrir við fótskör styttunar en Reagan var forseti á þeim örlagatímum sem leiddu til þess að múrinn féll og markaði upphafið að lokum kommúnismans í Evrópu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×