Innlent

Birgitta fyrsti þingmaðurinn sem heimsækir frelsisflotann

Birgitta í Aþenu. Myndin er af heimasíðu Birgittu.
Birgitta í Aþenu. Myndin er af heimasíðu Birgittu.
Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Hreyfingarinnar, er fyrsti þingmaðurinn sem heimsækir skipalest Frelsisflotans árið 2011, en skipið sem hún fór um borð í var, "The Audacity of Hope". því var snúið við af vopnuðum liðsmönnum grísku strandgæslunnar á laugardaginn. Skipið liggur við höfn í Aþenu, þar sem Birgitta er stödd núna.

Skipið var á leiðinni til Gaza svæðisins með neyðarvistir.

Í yfirlýsingu á heimasíðu Birgittu hvetur hún fleiri þingmenn í Evrópu til þess að ferðast til Grikklands, þar sem mikill órói er vegna efnahagsástandsins, auk þess sem hún hvetur utanríkisráðherra Grikklands til þess að standa upp í hárinu á Ísrael.

Birgitta segir skipverjum hafa verið afar brugðið eftir að þeim var snúið við með vopnavaldi.

Skipalestin er af sama meiði og sú sem ísraelskir hermenn réðust á fyrir um ári síðan. Þá létust 14 skipverjar í átökum við hermenn Ísraels.

Meðal þeirra sem voru um borð í skipalestinni fyrir ári síðan var sænski glæpasagnahöfundurinn Henning Mankell.

Hægt er að lesa yfirlýsingu frá Birgittu á heimasíðu hennar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×