Innlent

Líklega farið fram á gæsluvarðhald yfir konunni síðar í dag

Hótel Frón
Hótel Frón Mynd/Stöð2
Að öllum líkindum verður farið fram á gæsluvarðhald yfir konunni, sem er talin hafa skilið nýfætt barn sitt eftir í ruslagámi við Hótel Frón í gærmorgun, síðar í dag.

Samkvæmt heimildum fréttastofu verður konan líklega ekki leidd fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjavíkur heldur verður reynt að fara aðra leið þar sem hún er rúmliggjandi á Landspítalanum. Fréttastofu er ekki kunnugt hvort að gæsluvarðhalds verður krafist yfir kærasta hennar, en hann hefur verið í haldi lögreglu frá því í gær.

Konan sem umræðir er tuttugu og tveggja ára gömul og er frá Litháen. Hún vann á hótelinu sem herbergisþerna og er búsett í Breiðholti. Samstarfskonur hennar sem fréttastofa ræddi við í morgun segja að enginn á hótelinu hafi vitað að konan hafi verið ólétt. Hún sé þéttvaxin og ekki hafi sést á henni. Þegar lögregla fann barnið var það látið en talið er að það hafi fæðst lifandi.


Tengdar fréttir

Lík kornabarns finnst í ruslagámi í Reykjavík

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú voveifilegt lát barns en lík þess fannst í ruslagámi við hótel í Reykjavík þar sem kona, sem talin er hafa fætt það, vinnur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×