Erlent

150 þúsund lítrar af olíu láku út í Yellowstone-fljótið

Yellowstone fljótið
Yellowstone fljótið
Olíuleiðsla rifnaði í Montana í Bandaríkjunum í gær og rúmlega hundrað og fimmtíu þúsund lítrar af olíu láku út í Yellowstone fljótið. Olíuleiðslan var í eigu olíurisans ExxonMobil en talsmenn fyrirtækisins segja leiðslunni lekið í hálftíma áður en henni var lokað og svæðið afgirt.

Íbúar á svæðinu sem voru beðnir um að yfirgefa heimili sín fengu að snúa aftur heim í morgun. Hreinsunarsveitir eru nú á leið á vettvang til að meta ástandið og hefja aðgerðir til að minnka skaðann á lífríki Yellowstone fljótsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×