Viðskipti erlent

Álverðið aftur komið yfir 2.600 dollara á tonnið

Heimsmarkaðsverð á áli er aftur komið yfir 2.600 dollara á tonnið miðað við þriggja mánaða framvirka samninga. Stendur verðið í 2.603 dollurum á málmmarkaðinum í London.

Álverðið hefur ekki verið hærra frá því rétt fyrir miðan júní s.l. Á síðastliðnum mánuði hefur verðið verið að rokka upp og niður í kringum 2.500 dollara á tonnið.

Ástæðan fyrir verðhækkunum á áli er m.a. veiking dollarans að undanförnu en sú veiking hefur leitt til hækkana á þeim hrávörum sem mældar eru í dollurum.

Þá hefur deilan um skuldaþak Bandaríkjanna einnig stuðlað að hækkunum á hrávörum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×