Erlent

Maður skotinn til bana í Lundúnum

Slökkvilið reynir að ráða niðurlögum elds í 140 ára gamalli húsgagnaverslun í Croydon.
Slökkvilið reynir að ráða niðurlögum elds í 140 ára gamalli húsgagnaverslun í Croydon. Mynd/afp
Tuttugu og sex ára gamall maður sem varð fyrir skoti í Lundúnum í gær, lést á sjúkrahúsi í dag. Þetta er fyrsta dauðsfallið frá því óeirðirnar hófust síðastliðið laugardagskvöld.

Vitað er að maðurinn var í bíl í Croydon hverfi í suðurhluta London þegar hann var skotinn en tildrög atviksins eru enn óljós að sögn lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×