Erlent

NASA finnur merki um fljótandi vatn á Mars

Vísindamenn hjá bandarísku geimferðastofnuninni NASA telja að þeir hafi fundið merki um fljótandi vatn á Mars.

Um er að ræða dökkar rákir sem sjást á suðurhveli Mars og NASA telur að líklega séu fljótandi saltvatn. Þessar rákir hverfa þegar yfirborð Mars kólnar í árstíðabundnum sveiflum.

Fari svo að NASA fái það staðfest að um fljótandi vatn sé að ræða er það í fyrsta sinn í sögunni að slíkt finnst á Mars. Áður hefur ís fundist rétt undir yfirborðinu á norðurhveli Mars og vitað er að vatn var til staðar á Mars fyrir milljónum ára síðan. Ef fljótandi vatn finnist á Mars er það merki um að líf hafi eða geti þróast á plánetunni.

Alfred McEwen forstöðumaður pláneturannsókna við háskólann í Arizona segir í samtali við tímaritið Science að enn sem komið er sé þessi fundur NASA dularfullur. En það ætti að vera auðvelt að staðfesta hvort um fljótandi vatn sé að ræða með frekari rannsóknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×