Erlent

Jörðin hafði tvö fylgitungl

Óli Tynes skrifar
Tölvugerð mynd af stóra tunglinu gleypa hið minna.
Tölvugerð mynd af stóra tunglinu gleypa hið minna. Mynd/AP
Tveir vísindamenn við háskólann í Santa Cruz í Kaliforníu halda því fram að fyrir milljörðum ára hafi jörðin haft tvö tungl, eitt stórt og eitt lítið. Grein um þetta eftir þá Martin Jutzi og Erik Asphaug er birt í hinu virta vísindariti Nature.

 

Vísindamennirnir segja að mikill stærðarmunur hafi verið á þessum tunglum sem voru á braut um jörðu. Smámsaman hafi aðdráttaraflið leitt þau saman og stærra tunglið gleypt það minna. Jutzi og Asphaug segja að landslagið eins og það er á tunglinu renni stoðum undir kenningar þeirra. Þeir telja að við áreksturinn hafi hraðinn á tunglunnum verið 2-3 kílómetrar á sekúndu, sem er lítill hraði miðað við það sem gerist í geimnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×