Erlent

Fjórða bók Stig Larsson er ekki til

Eva Gabrielsson, fyrrum sambýliskona rithöfundarins Stig Larsson, segir það fjarri raunveruleikanum að Larsson hafi náð að skrifa fjórðu bók sína áður en hann lést.

Millennium þríleikur Larsson hefur selst í um 27 milljónum eintaka á heimsvísu og aðdáendur þessa sænska rithöfundar höfðu gert sér góðar vonir um að fjórða bók hans kæmi brátt á markað.

Í viðtali á BBC segir Gabrielsson að í fartölvu Larsson hafi aðeins verið að finna upphafið að fjórðu bókinni og eitthvað af skrifuðum síðum en það efni væri langt í frá efni í heila bók.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×