Innlent

Fjörutíu ára baráttu Náttúruverndarsamtakanna að ljúka

Jónas Margeir Ingólfsson skrifar
Virkja má í neðri Þjórsá en Þjórsárver verða vernduð. Fjörutíu ára baráttu er loks að ljúka segir formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands, Árni Finnsson.

Drög að rammaáætlun sem lögð verður fram sem þingsályktunartillaga voru kynnt í dag af Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra, Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra og Svanfríður Jónasdóttir formaður verkefnisstjórnarinnar.

Í rammaáætluninni eru landssvæði flokkuð í nýtingarflokk, verndarflokk og biðflokk. Sextíu og níu virkjunarkostir eru teknir til skoðunar í tillögunni en lagt er til að nýta skuli tuttugu og tvo þeirra. Þar er meðal annars gert ráð fyrir þremur virkjunum í neðri hluta Þjórsár, Hvammsvirkjun, Holtavirkjun og Urriðafossvirkjun.

Tuttugu og sjö svæði falla í svokallaðan biðflokk, sem endurskoðuð verða eftir fimm ár þegar frekar rannsóknir og gögn liggja fyrir. Tuttugu svæði eru svo sett í verndarflokk, en samkvæmt áætluninni verða Gjástykki og Norðlingaölduveita vernduð.

Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir niðurstöðuna vera mikilvægan sigur.

Hann segir Náttúruverndarsamtökin hins vegar vera á móti virkjunum í neðri Þjórsá. Hann kveðst hins vegar ánægður með að Þjórsárver séu nú vernduð.

Þrátt fyrir að drög að þingsályktunartillögu liggi nú fyrir segir Svandís Svavarsdóttir þau enn geta tekið breytingum, en hún hefur áður neitað að staðfesta skipulag sem gerði ráð fyrir virkjunum í Neðri-Þjórsá. Nú taki við tólf vikna umsagnarferli áður en Iðnaðarráðherra og umhverfisráðherra búa til endanleg drög sem lögð verða fyrir þingið.

Iðnaðarráðherra segir drögin að þingsályktunartillögu hafa mikla þýðingu þjóðina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×