Innlent

Iceland Express: Tóku vél á leigu til þess að flytja strandaglópa

Myndin er úr safni.
Myndin er úr safni.
Iceland Express hefur tekið farþegaflugvél á leigu í Madrid á Spáni, sem fer til Alicante, og þaðan verður flogið til Íslands með farþega sem ekki komust þaðan í gærkvöldi.

Fresta þurfti heimferð farþega Iceland Express frá Alicante á Spáni í gærkvöldi en vélin átti að fara í loftið klukkan rúmlega ellefu að íslenskum tíma. 220 manns áttu pantað far með vélinni. Ástæðan var bilun í hreyfli vélarinnar.

Flugvélin er væntanleg til Alicante kl. 22:00 að staðartíma samkvæmt tilkynningu frá Iceland Express, og er áætlað að hún leggi af stað til Íslands kl. 23:00. Væntanlegur komutími hennar til Keflavíkur er kl.  01:40 aðfararnótt laugardagsins 20. ágúst.

Farþegar eru vinsamlegast beðnir um að vera komnir á Alicanteflugvöll kl. 21:00 að staðartíma og hafa meðferðis útgefna farseðla fyrir flugið í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×