Innlent

Aðgát við Hörpu - enn vinnusvæði

Verklok eru fyrirhuguð 15. september
Verklok eru fyrirhuguð 15. september
Unnið er við breytingar á Kalkofnsvegi við Hörpu og er það hægaksturssvæði.

Vegfarendur eru eindregið hvattir til að sýna aðgát og virða hraðatakmarkanir á leið í gegnum vinnusvæðið, sérstaklega nú þegar hindranir hafa verið fjarlægðar. Umferðarhraði takmarkast við 30 kílómetra á klukkustund.

Verkið er óðum á taka á sig mynd og nú í vikunni voru þrengingar fjarlægðar. Vinna við endanlegan frágang er eftir og eru verklok þess hluta 15. september.

Nú fyrir Menningarnótt lauk fyrri hluta verksins og var þá tekið til á svæðinu svo gangandi vegfarendur fái betur notið sín.  Árétta verður að enn er þarna vinnusvæði og verður framkvæmdum haldið áfram eftir helgi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×