Erlent

Lést í nótt af höfuðáverkum eftir árás í London

Sextíu og átta ára gamall karlmaður lést á sjúkrahúsi í London í nótt en hann varð fyrir árás ræningja í uppþotunum á mánudag í hverfinu Ealing. Maðurinn, Richard Mannington Bowes, var að reyna að slökkva eld í ruslatunnu þegar ráðist var á hann og honum veittir höfuðáverkar sem nú hafa dregið hann til dauða.

Lögreglan telur að þessi maður hafi veitt Bowes áverkana sem drógu hann til dauða.
Lögreglan biðlar nú til almennings um að veita upplýsingar sem leitt geta til handtöku morðingjans og hafa tvær myndir af hinum grunaða verið sendar til fjölmiðla.

Maðurinn er fimmta fórnarlamb uppþotanna í Lundúnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×