Erlent

Með kústana á lofti í Lundúnum

Óli Tynes skrifar
Við viljum frið.
Við viljum frið.
Svo virðist sem almenningur í Bretlandi hafi tekið afstöðu með yfirvöldum og lögreglunni vegna óeirðanna sem skekið hafa borgir landsins undanfarna daga. Á Facebook og Twitter er fólki tíðrætt um hvað sé hægt að gera til þess að hjálpa. Þetta hefur meðal annars orðið til þess að íbúar í mörgun hverfum hafa safnast saman til að hjálpa björgunarsveitum við að hreinsa til. Tugþúsundir manna hafa boðið fram aðstoð sína.

 

Með kústana á lofti hefur þetta fólk safnast saman og hafið hreinsun í samvinnu við björgunarsveitirnar. Á þessu fólki má heyra að það er gersamlega búið að fá upp í kok á ólátunum og hefur enga samúð eða samstöðu með þeim sem fyrir þeim standa. Það er líklega þetta sem David Cameron forsætisráðherra átti við þegar hann sagði að í óeirðunum hefðu menn séð það versta og það besta sem í Bretum býr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×