Erlent

Tíu mínútur til Kaupmannahafnar

Óli Tynes skrifar
Falcon HTV
Falcon HTV
Bandaríkjaher fer í dag í annað reynsluflug á nýrri flugvél sem getur flogið á tuttuguföldum hljóðhraða. Það er mjög lauslega um 20 þúsund kílómetrar á klukkustund. Flug frá Reykjavík til Kaupmannahafnar á slíkri vél tæki um 10 mínútur. Maskínan sem heitir Falcon HTV-2 er örvarlaga og ómönnuð.

 

Henni er skotið út í geiminn með eldflaug. Þar losnar hún frá flauginni, fer niður í efstu lög gufuhvolfsins og svífur þar á ofsahraða á ákvörðunarstað. Í flugtilraun árið 2010 náði vélin mest tuttuguogtvöföldum hljóðhraða.

 

Tilgangurinn með smíði Falcon er því miður ekki svo saklaus að fljúga með farþega frá Reykjavík til Kaupmannahafnar. Tilgangurinn er að gera Bandaríkjunum kleift að gera loftárás hvar sem er í heiminum á innanvið klukkustund.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×