Erlent

Kínverjar sjósetja flugmóðurskip

MYND/AP
Kínverjar hafa sjósett flugmóðurskip, hið fyrsta í sögu landsins. Um er að ræða gamalt Sovéskt skip sem þeir keyptu árið 1998 og hafa verið að endurbyggja. Talið er nær öruggt að þeir ætli sér að koma upp flota svipaðra skipa og styrkja þar með stöðu sína á heimshöfunum.

Kínverjar hafa kostað miklu til að nútímavæða her sinn síðustu ár og er þetta enn eitt skrefið á þeirri vegferð. Nágrannar á borð við Japan, Fillipseyjar og Víetnam hafa lýst áhyggjum sínum af þróuninni og reynt að sækja aðstoð til Bandaríkjamanna sem löngum hafa ráðið lögum og lofum á Kyrrahafi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×