Erlent

Drottning Kyrrahafsins verður ekki framseld

Dómstóll í Mexíkó hefur hafnað beiðni frá Bandaríkjunum þess efnis að kona, sem  grunuð er um gríðarlegt eiturlyfjasmygl til Bandaríkjanna frá Mexíkó verði framseld. Konan var ennfremur sýknuð af ákærum um eiturlyfjasmygl og skipulagða glæpastarfssemi, en situr þó enn í fangelsi grunuð um peningaþvætti.

Konan, Sandra Avila Beltran, er kölluð Drottning Kyrrahafsins. Hún er frænka eins þekktasta eiturlyfjasmyglara Mexíkó og ástkona eins alræmdasta eiturlyfjabaróns Kólombíu. Ástarsambandið er sagt hafa komið á góðum tengslum á milli glæpahringjanna sem starfi nú náið saman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×