Innlent

Ekki borið á PMMA síðan í vor

Mynd úr safni.
Mynd úr safni.
Ekkert hefur borið á fíkniefninu PMMA hér á landi síðan í maí á þessu ári. Snemma í sumar lést stúlka af völdum eiturlyfja og strax vaknaði grunur um að fíkniefnið PMMA hefði valdið dauða hennar. Það fékkst staðfest í síðustu viku eftir lyfjarannsókn, að sögn Björgvins Björgvinssonar, yfirlögregluþjóns á höfuðborgarsvæðinu.

Síðan þetta kom upp hefur ekki borið neitt á PMMA hér á landi. Björgvin segir að í vor hafi komið upp þetta eina tilvik. Það var í fyrsta sinn sem á efninu bar hér á landi. Svo virðist það hafa horfið af markaðnum kjölfarið og lögreglan hefur ekkert orðið vör við það síðan.

PMMA er tilbrigði af amfetamíni. Áhrifum þess svipar nokkuð til áhrifa alsælu. Á síðasta ári olli lyfið 12 dauðsföllum á 6 mánaða tímabili í Noregi og 4 dauðsföllum í Hollandi á svipuðu tímabili. Þar að auki hefur lyfið valdið einu dauðsfalli hér á landi, en þar fyrir utan vita menn ekki til að það hafi dregið fleiri til dauða á heimsvísu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×