Innlent

Ný stjórnarskrá verði rædd í október

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir er forseti Alþingis.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir er forseti Alþingis.
Tillögur stjórnlagaráðs að nýrri stjórnarskrá verða lagðar fyrir Alþingi í byrjun október. Það kemur fram á minnisblaði sem forseti Alþingis lagði fyrir forsætisnefnd í dag. Talið er óheppilegt að tillögur ráðsins verði ræddar á fundardögum þingsins í september því þá gæfist ekki nægur tími til umræðnanna. Nýtt löggjafarþing hefst 1. október og þá falla mál af þingi síðasta árs niður.

Forsætisnefnd telur æskilegt að við meðferð málsins sé leitað til almennings með auglýsingu um umsagnir líkt og gert var við breytingar á stjórnarskrá á þinginu 1994-95. Þá er og stefnt að því að kalla aðila til fundar sem komu að meðferð málsins á fyrri stigum, t.d. fulltrúa í fyrrum stjórnlaganefnd og stjórnlagaráði og sérfræðinga í stjórnskipunarrétti. Allir alþingismenn sem vilja munu geta tjáð sig um málið.

Tillögurnar verða lagðar fyrir Alþingi sem skýrsla frá forsætisnefnd Alþingis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×