Innlent

Heimsmeistaramótið í tennisgolfi afstaðið

Þórir Rúnar Geirsson er heimsmeistarinn í tennisgolfi 2011 eftir æsispennandi keppni.
Þórir Rúnar Geirsson er heimsmeistarinn í tennisgolfi 2011 eftir æsispennandi keppni.
Heimsmeistaramótið í tennisgolfi var haldið í Vestmannaeyjum nú um helgina með pomp og prakt. Spilaðar voru fjórar brautir, og barst slagurinn um allan bæ og allt niður í Herjólfsdal. Að lokum stóð Þórir Rúnar Geirsson uppi sem sigurvegari. Alls voru keppendur 27, en þeir voru allir íslenskir.

Í tennisgolfi hafa keppendur golfkylfu af vopni og keppast við að koma tennisbolta á tiltekinn lokapunkt. Reglurnar eru flóknar, en þeim eru gerð ítarleg skil hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×