Innlent

Birkifetinn rústar bláberjauppskeruna fyrir norðan

Þar sem áður fengust tíu lítrar af bláberjum og aðalbláberjum á Norðurlandi fæst nú ekki einn lítri. Fiðrildið Birkifeti hefur étið mest allt lyngið og berin ná því ekki að vaxa. Skordýrafræðingur segir lítið hægt að gera og varanleg áhrif Birkifetans enn óljós.

Eyfirðingar hafa alltaf verið stoltir af þeirr gnótt berja sem tínd eru þar síðsumars. Bláber og aðalbláber eru oftast vinsælust en nóg er jafnframt af krækiberjum. Í ár er hins vegar lítið um bláber og aðalbláber því fiðrildið birkifeti nærist á lynginu.

Sigurbjörg Snorradóttir, frá Krossum á Árskógsströnd, hefur fylgst grannt með berjunum í Eyjafirði og segir þau aldrei hafa verið jafn fá. Sigurbjörg segir þetta hafa mikil áhrif enda nýti margir Eyfirðingar berin og margt fólk fari norður í lok sumar til að fara í berjamó.

Erling Ólafsson, skordýrafræðingur hjá náttúrufræðastofnun, segir Birkifetan vera fiðrildi sem hafi fjölgað sér mikið undanfarin ár með hlýnandi loftslagi. Hann segir hins vegar erfitt að segja til um hvaðan hann hafi komið, og hver langtímaáhrif hans verða á berjalyngið.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×