Innlent

Íslendingur handtekinn með khat á Gardermoen

Mynd/Valli
Íslendingur var í síðustu viku handtekinn á Gardemoen flugvelli í Noregi. Hann hafði reynt að smygla sautján kílóum af fíkniefninu Khat til Noregs frá Amsterdam. Maðurinn var yfirheyrður af lögreglu og honum sleppt að því loknu að því er fram kemur í norskum miðlum.

Khat smygl hefur aukist gríðarlega í Noregi og er nú það fíkniefni sem oftast er tekið af tollvörðum og í mestu magni. Árið 2010 lögðu tollverðir á Gardemoen hald á samtals 3,7 tonn af efninu.

Hér á landi hafa nokkur slík mál komið upp á þessu ári. Khat er afurð plöntu frá Norðaustur-Afríku og fer neysla efnisins fram með þeim hætti að laufblöðin eru tuggin eða látin út í heitt vant og það síðan drukkið eins og te. Áhrif neyslunnar er svipuð og af amfetamíni það er að segja örvandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×